Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, desember 19, 2008

Frábær rökleiðsla sem liggur frammi fyrir starfsfólk RÚV. Hærri skattar, beinir og óbeinir, ört rýrnandi kaupmáttur, hærri afborganir af lánum. Besta lausnin fyrir þetta fólk er að sjálfsögðu launalækkun.

miðvikudagur, desember 17, 2008

Af sem áður var

Úr Fréttablaðinu
03. mar. 2005 03:13

"Group" í tísku
Á aðalfundi Flugleiða í næstu viku verður gerð tillaga um það að nafni fyrirtækisins verði breytt í FL Group. Flugleiðir verða því þriðja félagið í Kauphöllinni sem gera sams konar nafnabreytingu á mjög skömmum tíma.

Fjárfestingarfélagið Atorka heitir nú Atorka Group eftir samþykkt þess efnis á aðalfundi í vikunni. Medcare Flaga mun einnig breyta um nafn og heita Flaga Group ef tillaga þess efnis gengur eftir á aðalfundi félagsins í dag.

Fyrir eru tvö félög í Úrvalsvísitölunni sem hafa orðið Group í nafni sínu: Actavis Group og Bakkavör Group. Þá er gert ráð fyrir að flugrekstrarfélagið Avion Group skrái sig í Kauphöllina á þessu ári.

Þá var í gær tilkynnt að Skífan hefði breytt nafni sínu í Dagur Group. Alls eru 36 fyrirtæki í fyrirtækjaskrá með viðskeytinu Group. Baugur Group er einna þekktast en einnig má nefna móðurfélag Lánstrausts sem heitir Creditinfo Group.

Guðjón segir breytinguna á nafni Flugleiða ætlaða til að undirstrika þá breytingu sem orðið hefur á rekstri félagsins. "Í dag eru Flugleiðir fjárfestingarfélag en ekki flugfélag," segir hann.


Annars er greinilegt að allir eiga að vita hver Guðjón er á þessum tíma.