Að læra af sögunni
Ef við eigum að geta dregið einhvern lærdóm af sögunni, verðum við að hætta að búa til bíómyndir um unga Hitler, þar sem hann er eins og öskurapi alla myndina. Hitler hefði aldrei náð langt ef hann hefði ekki verið sjarmerandi á réttu augnablikunum. Ef við viljum læra af sögunni pössum við okkur á fagurgala en ekki mönnum sem öskra slagorð á hornum torga, það tekur enginn mark á svoleiðis málflutningi. Hitler hefði aldrei náð langt ef hann hefði bara verið eins og í bíó.