Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

fimmtudagur, mars 22, 2007

Ef einhvern langar til að ganga fram af vinnufélögum sínum get ég mælt með þessari uppástungu á starfsmannafundi: "Það vantar rassamæli í sjúkrakassann."

miðvikudagur, mars 21, 2007




Betri helmingurinn...




...var og er nafn á vinsælum bókaflokki sem gefinn var út í tonnatali á árum áður. Í þessum bókum sögðu eiginkonur þekktra íslenskra karla frá lífi sínu við þvotta- og eldavélar framagjarnra karla. Ég auglýsi hér með eftir karlkyns viðmælendum í nýjan en þó áþekkan bókaflokk sem mun að sjálfsögðu heita Verri helmingurinn. Áhugasamir geta nálgast mig gegnum kommentakerfið.