Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

fimmtudagur, júlí 03, 2008

Það eina sem er leiðinlegra en að tapa fótboltaleik er að tapa fótboltaleik og fá glóðarauga.

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Alveg var þessi sjötugi Simon magnaður. Ég vona að hann hafi heyrt í mér milli laga þegar ég hrópaði "Það var laglegt" og "Þessi flutningur var alveg til fyrirmyndar". Mér sýndist hann allavega blikka til mín eftir Still Crazy after all these years.

mánudagur, júní 30, 2008

Skoðanakannanir...

lít ég ekki á sem fréttir. Yfirleitt er hlutfall svarenda undir 50%, af þeim taka ekki allir afstöðu og þá eru ekki margir á bak við hvert prósentustig í "niðurstöðunum". Að sjálfsögðu neita ég alltaf að vera með þegar hringt er í mig, ég hef ekki áhuga á að fyrirtæki úti í bæ hagnist á viðhorfum mínum meðan mínum eigin tíma er sóað.