Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Króatía bjargaði kvöldinu

Eftir ótrúlega dapran leik Danmerkur og Íslands sem Íslendingar töpuðu að venju var verulega upplífgandi að horfa á Englendinga tapa fyrir frábæru liði Króata á Wembley. Englendingar vildu endilega hafa enskan þjálfara og súpa nú seyðið af því. Úrslitin voru að minnsta kost fyllilega verðskulduð og það gladdi mig sérstaklega að hlusta á Gaupa hinn glataða, hlutdrægasta lýsanda Íslandssögunnar, í þessum leik (hvað er hægt að segja annað þegar lýsandinn æpir "Æææ" þegar enska liðið klúðrar færi). Svo ætlar Steve McLooser ekki að segja af sér. Það verður þá einhver að ákveða það fyrir hann. Ég held að minnsta kosti pottþétt með Króatíu á EM 2008, eins og ég gerði á HM 98.

mánudagur, nóvember 19, 2007

www.kok.is

Ég verð bara að spyrja, hverjum dettur í hug að skýra fyrirtækið sitt Kok? Bílaleigan Kok hefur auglýst svo grimmt upp á síðkastið að ég er kominn með upp í kok af henni.