Alvarlegt bílslys...
...varð á Vesturlandsvegi í gær. Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman með þeim afleiðingum að annar ökumaðurinn slasaðist illa, en hinn lét lífið. Þær tvær klukkustundir sem tók að klippa mennina tvo út úr bílflökunum var veginum lokað. Að sögn lögreglunnar var "töluvert um að fólk hringdi og kvartaði yfir lokun vegarins og sýndu margir aðstæðunum litla virðingu og skilning". Fyrir viku síðan þurfti að loka Suðurlandsvegi vegna svipaðra aðstæðna og þá heyrðust þessar umkvartanir einnig.
Ég veit ekki hvaða fólk þetta er sem liggur svo mikið á að það gleymir lágmarkstillitssemi við hörmulegar aðstæður. Ég veit hins vegar að ég skammast mín fyrir að vera samlandi þessa fólks.