Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

þriðjudagur, október 02, 2007

Íslandsmet í lágkúru


Símaskráin, sem heitir víst já.is núna, hefur hleypt af stokkunum nýrri auglýsingaherferð sem ég held að hljóti að slá öll met hvað lágkúru snertir. Þar er hamrað á því að hjá þeim komi engir útlendingar nálægt aðstoð við að finna réttu númerin (og einhverra hluta vegna er reyndar einnig gefið í skyn að hægt sé að spyrja um veðurspána í 118). Allt á íslensku og þar af leiðandi frábært. Til að gera svo endanlega upp á bak blasir síðan þessi skemmtilega auglýsing frá Mími (sem sést hér fyrir ofan) við þegar maður fer inn á já.is. Eflaust er þetta prýðilegt námskeið, en enginn sem fer á það getur vænst þess að fá nokkurn tíma vinnu hjá símaskránni.