Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, nóvember 17, 2006


Hvar eru þau nú?

George Harrison var þekktastur sem aðalgítarleikari The Beatles. Hann átti einnig farsælan sólóferil. Í dag er George hinsvegar dáinn, hann lést úr krabbameini 29. nóvember 2001. Sögusagnir herma að ösku hans hafi verið dreift í Ganges fljótið á Indlandi svo hann er bara út um allt.

mánudagur, nóvember 13, 2006


Árni Johnsen...

...er maðurinn. Fuglinn Fönix. Fyrir flokk í vandræðum með hvað þeir eigi að gera við kappann er hérna smá hugmynd. Færeyingar hafa lengi verið að streða í sjálfstæðisbaráttu. Árni er þekktur fyrir að koma hugmyndum í verk og vinna einarðlega að málefnum kjósenda úr eyjum. Íslendingar ættu að færa Færeyingum Árna Johnsen að gjöf, hann yrði ekki lengi að berja sjálfstæðið í gegn og svo gæti hann orðið kóngur í Færeyjum. Ekki spillir fyrir að hann hefur svipaðar hugmyndir um réttindi samkynhneigðra og þorri færeyskra yfirvalda.
Svo væri ekki ónýtt að geta skellt sér í brekkusöng á Ólafsvökunni í framtíðinni.