Dónamót
Í gærkvöldi var RÚV með beina útsendingu frá Heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum sem fer fram þessa dagana í Osaka í Japan. Ég var að dútla í tölvunni og hafði kveikt á sjónvarpinu svo ég heyrði óminn af lýsingu Adolfs Inga Erlingssonar (Dolla) á tilþrifum íþróttamannanna en sá ekki hvað var að gerast. Skyndilega heyrði ég Adolf segja þessa setningu: "Hér kemur fyrsti riðillinn." Ég vissi að heimurinn væri klámvæddur, en ekki að sú væðing væri farin að teygja sig inn á íþróttamót á svona áþreifanlegan hátt.