Alþingi
Nú er upp runninn enn á ný sá skemmtilegi tími þegar alþingismenn stíga í pontu og mala út í eitt, að því er virðist til þess eins að koma í veg fyrir að aðrir komist að. Þar sem þetta er grííííðarlega mikilvægur þáttur í lýðræðinu og margir um hituna er hér örlítil tillaga. Þeir þingmenn sem láta sig dreyma um að slá lengdarmet í ræðustól Alþingis gætu farið langt með því að nota þvaglegg. Þannig er tryggt að þeir þurfa aldrei að víkja úr pontunni og ræðulengd gæti tvö- ef ekki þrefaldast. Þegar gítarleikarinn hér hægra megin spilar á böllum fer hljómsveitin aldrei í pásu og fólkið fer þessvegna ekki úr salnum fyrr en ballið er búið. Þetta gæti orðið alveg eins á þinginu. Svo er þetta miklu smekklegra en að nota bleyju.