Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, nóvember 16, 2007

Dagur íslenskrar tungu
Ég er alltaf jafn ánægður með að þessi dagur sé yfirhöfuð haldinn hátíðlegur. Ég vona bara að þróunin verði ekki sú að eftir einhver ár eða áratugi verði þetta eini dagur ársins sem Íslendingar tali íslensku. Það verða samt að teljast jákvæð teikn á lofti líka, líklega hafa aldrei í sögunni verið jafn margir sískrifandi Íslendingar, bloggandi um allt og ekkert á móðurmálinu ylhýra og það sem meira er, fólk virðist lesa öll þessi skrif líka. Myndin er svo af ísraelskri tungu, ég átti enga sem sýndi stöðu þeirrar íslensku.

mánudagur, nóvember 12, 2007


Það er kominn mánudagur og það er skemmtilegt. Lífið er dásamlegt og ég elska ykkur öll. Það er gott að byrja vikuna á sjónprófi, það birtist stærra ef smellt er á myndina. Gangi ykkur vel.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Frústrasjón

Ef mér leiðist eitthvað fólk, þá er það fólkið sem vafrar um moggabloggið fullt vandlætingar, bíðandi eftir næsta smámáli í hversdeginum til að æsa sig út af. Hvort sem það er hundur, eldgömul endurútgefin bók, ráðstefna klámframleiðenda, kosning bestu plötunnar á einhverju tímabili eða þvagleggsuppsetning einhverstaðar þá bara bla bla bla. Það hefur enginn neitt til málanna að leggja. Þetta er væntanlega sama fólkið og hangir í röð fyrir utan búðir sem eru alveg að fara að opna og finnst Spaugstofan fyndin (hvað gerir Ragnar Reykás næst?). Þetta er fólkið sem staðfestir orðtakið fólk er fífl. Allar fyrirsagnir og fréttatengingar frá þeim eru á borð við "Hrikalegt" , "Hvað er til ráða?" og "Hvað gerist næst?" Ohhhh. Þetta er óþolandi. Og versti hlutinn er þegar maður þarf að lesa þessi gáfukomment í blöðunum, dulbúin í smælki um álit fjöldans. Fokk off. Djöfulsins pakk út um allt, sem heldur að magn sé meira en gæði og að magn sé algjört æði. Og hver er mest lesna fréttin í dag?