Ég var klukkaður og afþví ég er í vinnunni er upplagt að svara listanum.
1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Lyftuvörður á skíðasvæði
Hljóðbókalesari
Ritstjóri hundaræktartímarits
Netagerðarsveinn
2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
Jón Oddur og Jón Bjarni
Sódóma Reykjavík
Með allt á hreinu
Englar alheimsins
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Laugavegur 135
Karlagata 1
Dúfnahólar 2 (leiðinlegt að þeir ná ekki upp í 10)
Rauðihjalli 3
3. Einn staður sem ég myndi aldrei búa á:
Albanía.
4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Tyrkland
Montreal
Drangsnes
Lissabon
5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
4-4-2
Family Guy
Dexter
Curb your enthusiasm
6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
mbl.is
facebook.com
bbi.is
eyjan.is
7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Harðfiskur
Saltpillur
Bjór
Beikon
8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
Gúmmí-Tarsan
Þar sem djöflaeyjan rís/Gulleyjan
Norrøn grammatik (ekki af eintómum áhuga)
Íslenskur aðall
9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Sofandi uppi í rúmi
Sofandi uppi í sófa
Á Tottenhamleik í London (með gjaldeyri)
Í partýi með danska fótboltalandsliðinu frá 1986 og Samönthu Fox
10. Fjórir bloggarar sem ég klukka: Guddulingur, Laverne, Bobbson og Björk